Yndis-ævintýr, Höfn, Matur, Náttúra

Yndis-ævintýr (e. Slow travel) í Ríki Vatnajökuls

Tími til að njóta!

Njóttu þín í rólegri gönguferð á Vatnajökli og hlustaðu á sögur um náttúruna á svæðinu í gegnum tíðina. Það er dásamlegt að fá sér heitt kakó gert úr mörgþúsund ára ís.
Upplifðu menninguna og sögu Suð-austurlands með reyndum leiðsögumönnum, njóttu náttúrunnar á meðan súpa er hituð yfir eldi. Að taka sér tíma í náttúrunni og nýta tækifærið til að upplifa hana á rólegann, fræðandi hátt án truflunar.

Jöklaganga – Ladislav Skála

Yndis-ævintýr (e. Slow travel) er tegund af ábyrgum ferðahætti sem leggur áherslu á útivist, mat úr sýslunni, menningu fólksins á staðnum og er frábær leið til að tengjast náttúrunni og upplifa hana á annan hátt, búa til ógleymanlegar minningar og gefa sér tíma til þess. Í dag eru 7 lönd sem bjóða upp á svokallað yndis-ævintýr / slow travel og er Ísland eitt af þeim.

Fjallganga – Þorvarður Árnason

Ríki Vatnajökuls var fyrsta og eina svæðið á Íslandi til að bjóða upp á þessa upplifun. Á heimasíðu okkar finnur þú ýmiskonar afþreyingu sem felur í sér yndis-ævintýr (slow travel), meðal annars er í boði að ganga á jökli, fara í íshella, kajakferðir á lónum, menningar- og matarupplifun innanbæjar á Höfn, gönguferðir innan bæjar og fleira.
Fyrirtæki sem bjóða upp á þessa upplifun eru fjölskyldurekin og með leiðsögumenn í starfi sem hafa djúpa þekkingu á náttúru og menningu svæðisins.

Ef þú átt erfitt með tengingu við náttúruna og rólegheit í daglegu amstri er þetta dásamleg leið til að endurnýja þau tengsl, upplifa núvitund og notalegheit.

Höfn – Þorvarður Árnason

Aðrir möguleikar

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull