Höfn, Matur, Náttúra, Hugmyndir

Rabarbararækt og bakan hans Dóra

Anna og fjölskylda flutti til Hafnar veturinn 2019-2020 og upplifðu þau strax notalegt viðmót frá íbúum bæjarins. Fjölskyldan kom sér fyrir í íbúð með stórkostlegu útsýni yfir sjálfan Hornafjörðinn þar sem skemmir ekki fyrir að geta fylgst með selum út um eldhúsgluggann á meðan maður nýtur kaffibollans á morgnana. Nokkuð er um ósnortna náttúru í grennd við heimili Önnu, og er m.a. hægt að finna marga staði þar sem hægt er að upplifa dásamlegt fuglalíf, víðerni og fjölbreytt gróðurfar innan bæjarmarkanna.

Það er fleira en ósnortin náttúran sem heillar á Höfn, en á ferðum Önnu um bæjarlandið hefur hún rekist á falda gullmola. Um er að ræða gersemar sem fólk almennt keppist við að leggja hendur á og hér höfum við meira en nóg fyrir alla!

Já, Anna er auðvitað að tala um rabarbara!

Á einhverjum tímapunkti settu góðhjartaðir hafnarbúar niður rabarbara á opnum svæðum, sem leiddi til þess að í dag geta íbúar notið góðs af því framtaki. Sem íbúi í blokkaríbúð fagnar Anna framtakinu, enda finnst henni ómetanlegt að komast í rabbarbara. Í einni hjólaferðinni um bæinn týndi hún nokkra rabbarbara og bakaði þessa gómsætu rabbarbaraböku í eftirrétt. Dásamlegt!

Anna hvetur íbúa til þess að halda áfram að deila með hverjum öðrum og njóta saman!

Aðrir möguleikar

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull