Í Austur-Skaftafellssýslu eru nokkur lón sem hægt er að sigla á. Eitt af þeim er Fjallsárlón sem er jökullón um það bil 10 kílómetrum vestan við Jökulsárlón. Fjallsjökulstunga teygir sig alla leið ofan í lónið sem gerir það að enn fegurri myndatökustað – og gott útsýni yfir ósnortna náttúru. Hæsta eldfjall Íslands, Öræfajökull, gnæfir yfir lónið.

fjallsárlón - visitvatnajokull.is

Þegar fara á í bátsferð um Fjallsárlón hefst ferðin á því að leiðsögumaður undirbýr hópinn og afhendir hlífðar- og öryggisbúnað. Öryggi er lykilatriði og allir farþegar fá afhenta flotgalla og björgunarvesti. Því næst er gengið í um 5 mínútur að lóninu og farið um borð í bátana – þá er ekkert annað eftir en að njóta.

fjallsárlón - visitvatnajokull.is

Zodiac-bátar komast nokkuð vel á milli ísjakanna, svo nærri að hægt er að finna kuldann frá þeim. Á meðan á ferðinni stendur segir leiðsögumaður bátsins frá myndun Fjallsjökuls og lónsins. Hver bátur tekur einungis 10 manns svo ferðin verður sérstakari fyrir vikið og upplifunin betri. Siglingin á lóninu tekur um 45 mínútur, en ferðin í heild 90 mínútur.

fjallsárlón - visitvatnajokull.is fjallsárlón - visitvatnajokull.is

Á meðan siglt er milli fagurblárra og hvítra ísjaka gleymist allt nema staður og stund; fegurð sem þú munt aldrei gleyma.

fjallsárlón - visitvatnajokull.is

Þessi ferð hentar fjölskyldum en hafa skal í huga að börn þurfa að hafa náð 6 ára aldri til að fara um borð í bátana. Þetta er eftirminnileg reynsla, róleg og fræðandi stund.

Við Fjallsárlón er einnig veitingastaður með ferskum og gómsætum mat. Veitingastaðurinn ber nafnið Frost en þar er einnig hægt að grípa með eitthvað fljótlegt fyrir þá sem eru á hraðferð.

fjallsárlón - visitvatnajokull.is

 

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull