Jöklar, Leiðsögn, Gönguferðir, Náttúra, Skoðunarferðir, Hugmyndir

Jöklaævintýri á Falljökli

Mynd: Sam Oetiker

Af öllum fallegu skriðjöklum Vatnajökuls á svæði Skaftafells, er Falljökull einn af þeim sem lukkulegir heimamenn fá að kalla sinn vinnustað. Falljökull er þekktur fyrir bratt og flæðandi ísfall og dramatískan fjallagarðinn sem umlykur jökulinn. Það má finna margar ljósmyndirnar sem eru hverri annarri fallegri af flæðandi jöklinum í myndaalbúmum ævintýraþyrstra ferðalangra, enda hver gæti komið til Íslands án þess að skoða nafngift landsins?

Falljökull skríður niður af Vatnajökli sem telur um 8% af landmassa Íslands. Falljökull er skriðjökull sem, líkt og nafnið gefur til kynna, er minni jökull er skríður niður úr meginjöklinum. Jökullinn myndast þannig hátt upp í fjöllum meginíshellunnar sem nýfallinn snjór, sem seinna bráðnar og þjappast saman með tímanum í „jökulís“. Þar af leiðandi er jökullinn sem að við göngum á í Vatnajökulsþjóðgarði á milli 400 – 1,000 ára gamall!

Mynd: Sam Oetiker

Ferð í jöklagöngu eða ísklifur á Falljökli hefst á bensínstöðinni Freysnesi sem er aðeins 5 mínútum frá bílastæði jökulsins. Það má sjá fyrst glitta í jökulinn rétt eftir að keyrt hefur verið framhjá Svínafelli og má fylgjast með hæðsta tindi Íslands, Hvannadalshnúkur, rísa upp áður en við dýfum dýpra inn í dal Fallsjökuls.

Við keyrum inn dalinn meðfram gömlum kindaslóða sem var smalað þangað inn af bændum áður en svæðið varð hluti af þjóðgarði. Slóðinn er þó enn í notkun í haustréttunum eftir að féð hefur verið í beit í dalnum yfir sumartímann. Ofurjeppinn okkar keyrir létt í gegnum gróft landslagið og eftir einungis 15 mínútur erum við komin að jaðri jöklulsins frá byrjunarreitnum.

Mynd: Sam Oetiker

Áður en við setjum á okkur jöklabroddana og stígum á sjálfan jökulinn, þá förum við að einni af mörgum hæðum „dauða ísins“ við enda jökulsins. Það eru hæðir sem búnar eru til af hörðum ís, en þar sem að þær eru þaknar þykkur lagi af ösku og sandi, þá eru þær vel varðar gegn því að bráðna í sólinni. Við komum að ísbrúninni, höfum snögga kennslustund um hvernig skal ganga á broddunum ásamt stuttri öryggisyfirferð, og þá höldum við af stað!

Að taka sín fyrstu marrandi skref á jökli er ljóslifandi minning sem endist til margra áratuga. Marrið undan broddunum sem bíta í skorpinn hvítan ísinn, hið hressilega kalda jökulvatn sem flæðir yfir yfirborðið og tilfinningin um svalan vindinn af kaldri íshellunni.

Mynd: Sam Oetiker

Eftir eingöngu stutta göngu á jöklinum nálgumst við einu af Íslands viðkvæmasta náttúrufyrirbæri – Jöklamúsin. Innan í þessum litla, krúttlega, skærgræna mosabolta er steinn sem hefur beðið þolinmóður í yfir 20 ár á hvorri hlið, eftir að mosinn vaxi. Þar sem að fremsti partur Fallsjökuls er flatur, dauður ís, þá er ekki möguleiki að jökulinn opni sprungu og gleypi jöklamýsnar. Þær fá nafnið sitt vegna hvernig þær hreyfinga sinna á jöklinun sem minna ótvírætt á mús. Við gætum talað í marga tíma um hversu heillandi jöklamýs eru, en við höfum jöklagöngu sem við þurfum að snúa okkur að!

Það eru nokkrar leiðir sem að þú getur valið á milli upp jökulinn, eftir því hversu tæknileg eða afslöppuð þú vilt að ferðin sé. Þú getur valið á milli þriggja erfileikastiga – byrjendastig, millistig og svo lengra komin með ísklifri.

Mynd: Sam Oetiker

Ferðirnar Okkar

Jöklaupplifun er okkar allra vinsælasta ferð, og fullkominn valmöguleiki ef þú vilt kynnast Vatnajökli á sem fljótlegasta máta. Ofurjepparnir okkar koma okkur nálægt jökulbrúninni og því tekur stutta stund að komast á ísinn sjálfan. Leiðsögumaðurinn þinn mun kenna þér hvernig þú notar brodda og ísexi og fara yfir öryggisatriði ferðarinnar áður en haldið er af stað. Við dveljum á jöklinum í um klukkustund, að ganga um og skoða Falljökul. Við segjum þér sögur af jöklinum, frá jöklamyndunum og fallega jökuldalnum sem hann á heima í, en fyrir ofan dalinn er hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnúkur.

Ævintýri á Vatnajökli er hönnuð fyrir þá sem eru að leita að lengri og yfirgripsmeiri jöklagöngu. Hún er fullkomin fyrir þá sem hafa gaman að gönguferðum og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við keyrum á ofurjeppa sem kemur okkur nálægt jökulröndinni, en við jaðarinn setjum við á okkur mannbrodda og förum yfir helstu öryggisatriði. Eitt af því sem gera jökla spennandi er að yfirborð og litur jökulsins er síbreytilegur en jöklamyndanir eins og svelgir, sprungur og jökladrýli koma og fara eftir veðri og vindum.

Í göngunni mun leiðsögumaðurinn þinn kenna þér um jarðfræði, landafræði og sögu svæðisins, ásamt því að benda á fallegar ísmyndanir. Á jöklinum finnum við ætíð eitthvað nýtt og spennandi til að skoða en eitt breytist þó aldrei, en það er hversu undursamleg upplifun það er að ganga á íslenskum jökli!

Mynd: Sam Oetiker

Okkar allra ævintýralegasta jöklaferð, Leyndardómar Vatnajökuls, er fyrir þá sem eru í leit að áskorun og einstakri upplifun á Vatnajökli. Við finnum bestu leiðirnar og staðina með það markmið að tryggja að dagurinn verði skemmtilegur en jafnframt krefjandi á ísnum. Við bjóðum uppá ísgöngu og ísklifur, en þú getur jafnvel lært línuvinnu og um öryggi í jöklaferðamennsku.

Ekki er þörf á fyrri klifurreynslu, en gott er að vera í ágætu líkamlegu formi og með ævintýraeldmóðinn í farteskinu. Hér er misjafnt eftir hópum á hvaða jökul er farið, en slíkt er sniðið eftir getu hópsins og hvers sé óskað. Algengt er að fara á Falljökul eða Breiðamerkurjökul. Við mælum einnig með leiðangri í að þvera hina stórfenglegu jökla; Kvíárjökul eða Fláajökul, til að fara á enn fáfarnari og tæknilegri slóðir.

Í þessari ferð getur þú verið fullviss um að þetta verður sannkallaður jöklaævintýradagur!

Mynd: Sam Oetiker

Að ofan má sjá öll þau áhrif sem jökulinn hefur skilið eftir sig í dalnum eftir að hafa skriðið niður hann í aldanna rás. Þar með talið er jökulkamburinn sem jökullinn bjó til á níunda áratugnum sem í dag er notaður sem mörkin sem skilja að Vatnajökulsþjóðgarð frá einkalandi bóndans.

Eitt af því sem er mest gefandi við það að klifa upp jökul er að vita að ísinn undir fótunum mun líklega færast, bráðna og flæða niður fjallið (þó ef ekki nema örlítið!) á þeim tíma sem einhver annar klífur hann daginn eftir. Þrátt fyrir að jöklarnir verði fyrir jöfnum breytingum, þá höfum við sem jöklaleiðsögumenn og heimamenn þau forréttindi að fá að fylgjast með þeim yfir lengri tíma. Í gegnum leiðsögn okkar og frásögnum vonumst við til að geta glætt fortíðina lífi, og það sem við vonumst til að verði löng framtíð fyrir okkar íslensku jökla.

Mynd: Sam Oetiker

Ekki missa af því að upplifa ævintýri Fallsjökuls í ferð með Local Guide of Vatnajökull hér
IG @localguide

 

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull