Myndatökur, Jöklar, Leiðsögn, Náttúra, Skoðunarferðir, Hugmyndir

Fimm Instagramvænustu staðir ríkis Vatnajökuls

Hæ allir, ég heiti Solla og er the Local Icelander.  Ég er fædd og uppalin á Höfn og ætla að segja ykkur frá mínum 5 uppáhalds Instagram vænum stöðum í ríki Vatnajökuls. Ef þið eruð að ferðast um Ísland og langar að ná flottum myndum fyrir instagramið ykkar, þá er ríki Vatnajökuls rétta svæðið til þess! Hér höfum við allt frá jöklum, fossum og fjöllum til svartra sanda við Atlantshafið. Ekki missa af tækifæri til að ná bestu instagram myndinni fyrir þína síðu!

N°1- Jökulsárlón

Fyrsti instagramvæni staðurinn minn í ríki Vatnajökuls verður að vera Jökulsárlón. Jökulsárlón er einn vinsælasti áfangastaður landsins, og það af ástæðu! Lónið er einstaklega magnað þar sem að ísjakarnir eru á stöðugri hreyfingu og því lónið síbreytilegt og kemur alltaf á óvart.

N°2 – Vestrahorn

Það sem ég vil nefna næst sem instagramvænn staður í ríki Vatnajökuls er Vestrahorn.

Þetta tignarlega gabbró fjall sem trónir yfir Atlantshafi færir þér magnaðar myndir allan ársins hring! Það skiptir ekki máli hvort að myndin sé tekin á síma eða myndavél, allir geta náð frábærum skotum þaðan. Á lygnum degi er möguleiki á að ná flottri speglun frá ströndinni, svo virðist sem gengið sé á vatni.

N°3 – Svínafellsjökull 

Þriðji instagramvæni staðurinn í ríki Vatnajökuls er Svínafellsjökull. Svínafellsjökull er skriðjökull sem skríður fram úr Vatnajökli, og með Hvannadalshnúk í bakgrunn býður hann upp á einstaklega flott skot! Svínafellsjökull er vinsæll kvikmyndatökustaður og hafa myndir á við Batman Begins og Interstellar verið teknar þar. Er hann því oft kallaður Hollywood jökullinn. Þú vilt svo sannarlega ná mynd frá þessum stað.

N°4 – Ice Cave

Fjórði instagramstaðurinn í ríki Vatnajökuls sem ég vil nefna eru hinir djúpbláu íshellar.

Ef ferðast er um svæðið að vetri til, þá er tilvalið að heimsækja einn af íshellum Vatnajökuls! Íshellarnir gefa einstakt tækifæri fyrir magnaðar instagram myndir. Ef áhugi er á að bóka íshellaferð með mér, þá er linkur hérna.
Íshellarnir eru síbreytilegir og gefa því tækifæri til nýrra myndaskota á ári hverju.

N°5 – Hvalnes

Fimmti instagram staðurinn í ríki Vatnajökuls, Hvalnes, verður sá seinasti á þessum lista en alls ekki sá sísti. Hvalnes er eitt af formfegurstu fjöllum landsins og býður upp á mörg falleg sjónarhorn til myndatöku. Fjallið sjálft er mjög fallegur bakgrunnur, en rétt við ströndina er gamall viti sem er ekki síður fallegt myndefni. Á veturnar halda hreindýr til á svæðinu og þau er alltaf gaman að mynda!

Þetta eru fimm af mínum uppáhalds instagram stöðum í ríki Vatnajökuls og ég vona að listinn gefi ykkur tækifæri til að taka frábærar instagram myndir á ferðalagi ykkar um svæðið. Ef þið viljði sjá fleiri myndir þá mæli ég með að þið fylgið mér á mínu instagrami @localicelander.

Visit Vatnajökull
Visit Vatnajökull